Month: ágúst 2020

Smá breytingar hjá Kristu !

Komið þið sæl, þetta er ekki uppskrift en tengist uppskriftum svo sannarlega. Fyrir um það bil 7 árum eða þann 24. febrúar 2013 þá opnaði ég blogg fyrir þá sem höfðu sýnt uppskriftabrasi mínu áhuga enda var ég nýbyrjuð að fylgja ketó mataræðinu og mjög dugleg að dreifa myndum af […]

Shakshuka – eggjaréttur

Shaksuka er miðjarðarhafsréttur frægastur líklega í Ísrael og er að gera allt vitlaust um þessar mundir. Rétturinn inniheldur egg, tómata, ólífuolíu, chili, lauk og hvítlauk og er yfirleitt kryddaður með kúmeni, cumin, parpiku, oregano og fleiri gómsætum kryddum. Ég elska að nota kryddin frá Kryddhúsinu og þau pössuðu öll svo vel í þennan rétt. Þessi […]

Alma Bender fær herbergi

Þessi færsla var styrkt af Slippfélaginu. Elsku Alma barnabarnið mitt flutti loks heim til Íslands með foreldrum sínum í febrúar sl. en þá höfðu þau Mekkín og Arnar búið í Danmörku í 6 ár og eignast Ölmu árið 2017. Við Börkur fórum iðulega út til Kaupmannahafnar í heimsóknir en auðvitað […]

Ketópepp 10 ráð

Gleðilegt nýtt heilsuár ! Nú munu eflaust einhverjir hella sér í heilsuátak, hvort sem það er að kæla í klaka, æfa crossfit, hlaupa 100 km á mánuði eða taka á mataræðinu og ef þú lesandi góður ert spenntur fyrir ketómataræðinu þá eru hér nokkur ráð sem ég mæli með að […]

Nautakjöt og brokkolí “stir”

Það er ekki lengi verið að skutla saman í þennan rétt get ég sagt ykkur og rétturinn sló alveg í gegn hjá öllum aldurshópum. Sósan er gerð úr Tamari soya sósu sem er glúteinfrí, sukrin gold og sesamolíu sem er eiginlega alveg must. Það þurfti ekki mikið af nautakjöti í réttinn því brokkolíið og paprikan […]

Pylsubrauð eða hvað sem er…

Ein með öllu er ekki alveg með öllu ef hún er nakin og í engu brauði ! Mér finnst mjög gott að skella í þessi brauð til að hafa eitthvað undir pullunni og þessi uppskrift nýtist í allskonar bakstur líka. Uppskriftin birtist upphaflega í bókinni minni Brauð og eftirréttir Kristu 2013. Að þessu sinni bjó […]

Marssúkkulaði

Það er nú hreinlega ekkert sem er ekki hægt að snúa á sykurlausa vegu ef þið spyrjið mig. Hér er á ferðinni súkkulaðistykki sem smakkast eins og mars, eða kannski eins og marssúkkulaði og fílakarmellur í bland en það fer pínu eftir hversu dökkt súkkulaði er notað til að húða stykkið. Þetta er nokkuð fljótleg […]

Jarðaberjaterta bóndans – Vinsæl

Maðurinn minn er sérlegur aðdáandi einfaldra rjómatertna eins og hann var vanur að fá hjá ömmu sinni. Sú var svampbotn, súkkulaðikrem, rjómi og sulta og mögulega voru einhver fersk ber á henni. Hann er ekki mikið fyrir marengs og flöff svo ég gerði fyrir hann almennilega rjómatertu á bóndadaginn. Ég […]

Snickersstykki – Vinsæl

Það er nú hægt að gera allskonar útfærslur af hrákökum eða fitubombum og hér er ein sem er nokkuð fljótleg, eða allavega einföld. Ég var í smá viðtali hjá Evu Laufey og Svavari í Bakaríiinu á Bylgjunni og þar sem þau töluðu ekki um annað en kökuna sem Eva bakaði […]

Súkkulaðiöbbakaka – Vinsæl

Kannast einhver við að fá allt í einu æði í eitthvað smá sætt eftir matinn en nennir ekki að baka heila köku. Bara ein sneið myndi bjarga kvöldinu? Hér er mjög fín uppskrift af “öbba” köku sem gæti komið sér vel í þessum tilfellum. Kremið er hægt að gera í […]