Author: María Krista

Bollur úr hinu og þessu

Þegar við fjölskyldan vorum í Danmörku að ferðast í sumar þá notuðum við það sem til var í bústöðunum hverju sinni og var hægt að baka úr. Ég tók með mér sólblómamjölið sem grunn og alltaf fengum við egg svo þetta slapp til. Eins fékkst möndlumjöl í danaveldi svo við gátum skellt í allskonar bollur […]

Kakan hans Sólons

Eins og allir vita líklega sem fylgja mér á Instagram þá vorum við að eignast lítinn sætan hvolp sem heitir Sólon. Hann fæddist 8.maí en við misstum af því svo við bökuðum bara köku þegar hann kom á heimilið. Þessi er bara einföld súkkulaðikaka sem ég gerði í einu formi en ég notaði svo tupperware […]

Ostakex úr óðalsosti

Það er svo gott að fá sér stökkt og gott kex undir brie ostinn og ekki verra að baka hann aðeins í ofni, það sama er hægt að gera við camembert eða hvern annan hvítmygluost sem þið elskið mest. Mér finnst æði að bæta við nokkrum pekanhnetum þegar nokkrar mín eru eftir að hituninni og […]

Florentine egg með Tindaosti

Þessi færsla er unnin í samvinnu við MS. Það er fátt betra en vel elduð egg og ekki verra að bera þau fram með hollu grænmeti eins og spínati. Eggs Florentine er réttur sem kemur upprunalega frá Frakklandi en frakkar nota Florentine orðið um alla þá rétti sem innihalda spínat. Munurinn á Eggs Benedict og […]

Brómberjaskyrterta

Þessi færsla er unnin í samvinnu við MS. Það er mjög fljótlegt að henda í skyrtertu ef veislu ber að garði. Skyrtertur eru afar ferskar og sniðugar sem eftirréttur og þessi er gerð úr nýja kolvetnaskerta skyrinu frá KEA. Skyrið hentar vel þeim sem aðhyllast lágkolvetnamataræðið og eru um 3.9 g kolvetni í 100 g […]

Collagen kleinuhringir

Já mér finnst það geggjað þegar ég get troðið hollustu í girnilegan mat það er bara þannig. Þessi kleinuhringir eru ekki ósvipaðir vatnsdeigsbollum og eru bakaðir á svipaðan hátt. Collagenið styrkir þá og Xanthan gum gerir þá lungamjúka. Það er nauðsynlegt að nota Husk í þessa uppskrift og um að gera að eiga réttu hráefnin […]

Geitaostasalat

Já það gerðist eitthvað mjög svo skrítið þegar ég byrjaði að fylgja lágkolvetnamataræðinu, bæði fékk ég áhuga á túnfisk og svo elska ég allt í einu geitaost. Það sem er mest pirrandi á veitingastöðum þó er sykurdressingin sem oft er stútfull af hunangi eða sýrópi og þá finnst mér erfitt að panta slíkan rétt. Það […]

Langlokur eða bollur

Hér er uppskrift af mjög góðum bollum sem ég gerði fyrir stuttu en í þeim er nýtt mjöl frá Funksjonell sem er úr sólblómafræjum. Þetta er unnið á þann hátt að fræjin eru fituskert og mjölið verður mjög fínt og hveitikennt. Ég notaði uppskrift frá fyrirtækinu en bætti við smá laukdufti og skipti út hörfræjum […]

Súkkulaðiterta með mokkakremi

Það er svo gaman að gera risatertur með fallegum skreytingum og ég er orðin ansi lunkin í margra hæða kökunum enda formin lítil og auðvelt að búa til margra hæða hnallþórur án þess að eyða allt of miklu hráefni í þær. Hér er ein með súkkulaðibragði og mokkakremi en kakan sjálf er dásamlega rík af […]

Kjúklingur í parmesanraspi

Það þarf ekki að flækja hlutina mikið til þess að þeir séu góðir. Hér skar ég kjúklingabringur í tvennt, makaði mæjónesi á hvorn helming og dreifið parmesan og möndlumjöli yfir ásamt kryddum. Það má líka búa til hálfgerðan graut úr mjölinu og mæjóinu og smyrja ofan á bringurnar, fiskinn eða grísakótiletturnar. Einfalt og gott og […]