Author: María Krista

Kókosterta prinsessunnar

Jæja ég var í babyshower boði um helgina og þar var á boðstólum dásamlega girnileg kókosterta sem mig dauðlangaði að smakka. Ég fékk helstu upplýsingar frá bakaranum og fór beint heim í að endurgera hana án sykurs. Kakan heppnaðist þrælvel og er gerð eftir forskrift Elínar Örnu og Höllu vinkonu hennar en Elín forðast glútein […]

Avocadosalat

Sko það er algjört must að prófa salatið á BRIKK sem er einmitt avocadosalatið góða. Ég var með geggjað craving í einmitt þetta salat en á hvítasunnunni ákváðu þeir að hafa lokað, ok gott og blessað en ég varð að fá salatið svo ég græjaði heima eitthvað í líkingu við frumgerðina og náði nokkuð líku […]

Sítrónu baka með marengs

Já svona “Lemon marengue pie” er oft mjög freistandi á kaffihúsunum og það var einmitt eitt slíkt sem stöllur mínar fengu sér í Dublin nú á dögunum meðan ég slefaði yfir herlegheitunum. Ég ákvað þarna að reyna við þessa heima enda hef ég gert bæði marengs, lemoncurd og böku í öðrum uppskriftum svo því ekki […]

Eggjafasta

Fyrir þá sem eru stopp í þyngdartapi, vilja byrja á lkl/ketó mataræði eða hreinlega koma sér á rétt ról eftir að leyfa sér meira af kolvetnum þá er eggjafasta ágæt leið til þess. Hér eru leiðbeiningar ef þið viljið prófa. Mælt er með eggjaföstu í 3-5 daga Borðið eina msk […]

Túnfisksalat

Túnfisk át ég aldrei hér áður en eftir að ég ketóvæddist þá er það allt í einu rosa gott. Ég hef það brakandi ferskt og vil bit í það svo ég nota blómkál, hnetur og sellerí í mitt salat. Mæli með þessu. Print InNihald: 1 dós túnfiskur í vatni2 soðin egg2 msk mæjónes1 msk sýrður […]

Monki brauð

Já hvað er nú það ? Það er ótrúlega einfalt brauð sem er gert úr einni krukku af möndlusmjöri og nokkrum eggjum. Ef þú lokar augunum þá er áferðin mjög svipuð og á normalbrauði. Það er mjög bragðgott með smjöri eða nota lifrarkæfu og vel af henni. Printinnihald:6 egg1 krukka ljóst möndlusmjör frá Monki2 msk […]

Rjómaís

Þessi er afar einfaldur og fljótlegt að útbúa þegar ísþörfin kallar. Ég nota eitt egg og tvær rauður og finnst það koma vel út, hann verður ekki of gulur þannig og rauðurnar haldast léttar og fínar. Það má nota hvaða sætu sem er ég nota stundum Good good fínmalaða og svo hef ég malað Sukrin […]

Ostakaka hatarans

Mig langaði ægilega mikið í súkkulaðiostaköku og þar sem það var Eurovision partý framundan þá ákvað ég að gera hana dálítið í anda Hataranna. Ég skar út einfalt skapalón og stráði kakódufti yfir tilbúna kökuna og þetta kom bara skemmtilega á óvart. Skreytti svo með fánalitunum, rjóma, bláberjum og jarðaberjum og útkoman var nokkuð fín […]

Mexíkó snakk

Það er ekkert mál að gera “eðlu” ketóvæna, maður velur bara kolvetna lága salsasósu, t.d. frá Santa Maria sem er ekki með viðbættum sykri. Svo er rjómaosti smurt í form, salsa yfir, rifinn ostur og krydd. Lítið mál. En Nachos og snakk er ekki alveg eins ketóvænt svo hér er fathead uppskrift af Sugar free […]

Júróbomba

Þessi sló rækilega í gegn á fyrri júrókeppninni en hún er auðvitað í fánalitunum, stútfull af gúmmelaði, marengs, kókosbollukremi og súkkulaði ásamt bláberjum og jarðaberjum. Þetta er í raun samsuða úr tveimur uppskriftum og lítið mál að græja fyrirfram. Mætti þess vegna frysta marengsinn og rjómann og skella svo saman rétt áður en þetta fer […]