Author: María Krista

Súkkulaðiís

Þessi uppskrift er á vefnum Gnom gnom en hún notar þar Xylitol og hlutföllum er örlítið breytt hjá mér en aðferðin er sniðug og mig langaði að prófa. Það er pínu erfitt að ná fram ís sem verður ekki glerharður í frystinum en með því að setja dreitil af vodka t.d. þá frýs ísinn síður […]

Sítrónuostakaka

Þessi er alveg klikkuð, hún er bæði fersk, passlega sæt og mjög góð sem eftirréttur eða meðlæti með sumarkaffinu. Hún er nokkuð einföld og fljótleg, það eina sem er erfitt er að bíða eftir er að hún sé nægilega köld og búin að “setjast”. Print innihald botn: 120 g ljóst möndlumjöl eða malið möndlur með […]

Hvítkáls risotto

Svepparisotto er einn réttur sem fer alveg með mig ef ég sé hann á matseðli. Mér finnst það ægilega gott sko. En nei hrísgrjón eru ekki æskileg enda full af sterkju og kolvetnum sem rífa upp blóðsykurinn og það viljum við forðast. Ég ákvað nú í dag að fara að auka aðeins grænmetisskammtinn því skv […]

Súpubrauð, með próteini

Það eru heilu heimasíðurnar í gangi í “ketó” heiminum sem snúast um að ná fram hinu fullkomna ketóbrauði sem smakkast eins vel og nýbakað súrdeigsbrauð eða snjóhvítt franskbrauð. Uuuu gleymum því, það verður tæplega hægt að gera ketóbrauð eins og brauð með glúteini. Það er hægt að komast nálægt því með allskonar trixum en maður […]

Súkkulaðibúðingur

Einfaldasti eftirréttur líklega í heimi er þessi súkkulaðibúðingur sem uppistendur af rjóma. Það er ekki vitlaust að nota laktósafría rjómann frá Örnu til að fá ekki magapínu eins og sumir fá af of miklum laktósa en bragðið er alveg jafn gott ef ekki betra. Þetta er ekta réttur til að henda í ef fólk kemur […]

Rabbabarapæ

Já fyrsta uppskeran leit dagsins ljós nú fyrir skömmu og ég ákvað að drífa mig í að prófa eitthvað nýtt áður en rabbinn myndi tréna og úr varð þetta fína pæ með jarðaberjum og rabbabara í bland. Ég notaði grunninn af lemonkökubotninum sem klikkar ekki en notaði gróft möndlumjöl frá NOW sem kom vel út […]

Hampfræ nammi

Þetta nammi er bæði hollt og gott fyrir þá sem þurfa að bæta vð smá fitu í mataræðið. Hampurinn er ótrúlega hollur og góður og er snilld fyrir fólk með exem t.d. Nammið er fljótlegt að gera og geymist vel í kæli eða frysti. PrintInnihald:120g sæta, Good good 40 g kakó150 g hampfræ100 g kókosflögur120 […]

Kókosterta prinsessunnar

Jæja ég var í babyshower boði um helgina og þar var á boðstólum dásamlega girnileg kókosterta sem mig dauðlangaði að smakka. Ég fékk helstu upplýsingar frá bakaranum og fór beint heim í að endurgera hana án sykurs. Kakan heppnaðist þrælvel og er gerð eftir forskrift Elínar Örnu og Höllu vinkonu hennar en Elín forðast glútein […]

Avocadosalat

Sko það er algjört must að prófa salatið á BRIKK sem er einmitt avocadosalatið góða. Ég var með geggjað craving í einmitt þetta salat en á hvítasunnunni ákváðu þeir að hafa lokað, ok gott og blessað en ég varð að fá salatið svo ég græjaði heima eitthvað í líkingu við frumgerðina og náði nokkuð líku […]