Matur

This category can only be viewed by members. To view this category, sign up by purchasing Vinaklúbbur Kristu - Ársáskrift or Vinaklúbbur Kristu - 2 ára plan !!.

Tortilla

Ég rakst á skemmtilegt trend sem er í gangi á Tik tok en það er Tortillachallange, þar sem Tortilla er skorin og brotin á ákveðin hátt. Mér fannst ég klárlega þurfa að prófa og til að gera nokkuð “sveigjanlega” Tortillu þá prófaði ég að nota brauðmixið frá Funksjonell eða FIBER brauðið og malaði það í […]

Brokkolíklattar

Þessi uppskrift var á gamla blogginu mínu og voru nokkrir sem söknuðu hennar þegar ég lokaði gamla blogspotaðganginum mínum. Því set ég hana hér inn aftur en þessir klattar eru tilvaldir sem meðlæti með öllum mat, kjöt og fisk og auðvelt að geyma í frysti og taka fram þegar kemur að eldamennskunni. Það má leika […]

Avocado og lime “pasta” með kjúkling

Hér er á ferðinni ægilega ferskt og gott “pasta” en samsetningin er ótrúlega skemmtileg, avocado, hvítlaukur, lime og parmesan. Upphaflega sá ég þetta kombó úr venjulegu pasta hjá henni Lólý á www.loly.is. Ótrúlega létt í maga en góð fita er samt sem áður til staðar og lítið af kolvetnum. Kjúklingalæri eru snilld í þennan rétt […]

Hangikjét og uppstúfur

Það er svo ótrúlega einfalt að sneiða framhjá því sem er ekki æskilegt á Ketó ef maður er nógu opinn fyrir hugmyndum og festist ekki alveg í gömlu hefðunum. Hver veit nema nýjar hefðir festist í sessi og bragðist jafnvel enn betur, þær fara klárlega betur í magann. Ég get alveg lofað ykkur minna belgdum […]

Wellington nautasteik

Jæja er búið að raða niður á hátíðardagana ? Nú er ráð að fara að versla í það sem þarf um jólin og áramótin og hvernig væri að skella í eina létta Wellington steik ? Ég prófaði að viða að mér hugmyndum héðan og þaðan og setti saman þessa fínu máltíð sem rann ljúft niður. […]

Pizza með rjómaosti

Já þessi pizza.. o mæ ég hélt smá kynjapartý um helgina og langaði að hafa pizzuboð. Allir þurfa sína spes pizzu auðvitað, súrdeigsbotnar frá Brikk, glúteinlaus fyrir Nóa og við ketóstelpurnar og glúteinóþolskvísur fengu pizzu sem ég henti í á núll einni með allt niðrum mig. Hún kom ótrúlega vel út og botninn mjúkur en […]

Spínatbaka án eggja

Nú eru oft egg í hverskyns bökum þannig að mig langaði að gera algjörlega eggjalausa böku fyrir þá sem ekki þola eggin. Barnabarnið mitt hún Alma er t.d. með óþol fyrir eggjum svo það er viss áskorun að prófa sig áfram. Eins og margir vita þá elska ég geitaost og hér nota ég hann ásamt […]

Eggjafrittata svo einföld

Það er svo mikið af góðum uppskriftum á Cookidoo síðunni sem er hugsuð fyrir Thermomix eigendur og hér er ein sem ég útbjó mér í um daginn. Hún er einstaklega auðveld og ég breytti bara smá um ostategund og lauk en það má alveg leika sér með innihaldið eins og maður vill. Ég mæli með […]

Lambakjöt í kormasósu

Ég elska indverskt og hef áður talað um það, ég notast nú oftast við kjúkling í mínum indversku tilraunum en ég átti lambabita frá Kjötkompaní sem komu skemmtilega á óvart og ég útbjó þennan frábæra rétt sem ég studdist við af Cookidoo síðunni sem við Thermomix notendur höfum aðgang að. Ég skipti út því sem […]