Ýmislegt

Chiagrautur sem er ómissandi í ísskápinn

Þessa blöndu geri ég reglulega og í stóru magni til að eiga til taks í ísskáp enda hentar grauturinn bæði sem morgunmatur, millimál eða sem eftirréttur. Ég nota aðeins Isola möndlumjólk sem er 0% sugar og ekkert vatn. Örfáir dropar af French vanilla steviu frá Now gera svo gæfumuninn og […]

Fræbrauð tilvalið í smurða brauðið.

Það er svo gott að fá sér smörrebröd á gamla mátann og þetta brauð er bæði tilvalið undir smjör og ost en eins fínni smurbrauð með roastbeef, eggjasalati og þessháttar. Uppskriftin er í nýjasta heilsublaði Nettó en birtist hér fyrst. Mæli með að prófa þetta próteinríka brauð sem er lágt […]

Sæl öll og takk fyrir að “taka pláss” hér,

Bloggið mitt er búið að stækka og dafna síðustu ár og er samansafn af uppskriftum sem gott er að leita í þegar við viljum spara við okkur sykurinn, minnka glútein, prófa lágkolvetnafæði eða hreinlega elda bragðgóðan mat með góðum fitum og færri kolvetnum. Ég þakka fyrir heimsóknirnar og bið ykkur […]

Ostakaka á brownie botni með marmaraganache

Já ekkert smá langt nafn á köku en þetta er svo mikil bomba að hún þarf langt nafn. Hún er samt ekki eins flókin og hún hljómar, langt í frá. Það fer töluvert af rjómaosti í hana en hún er mjööög saðsöm og myndi duga í stóra veislu, eða saumaklúbb og afganga í nokkra daga […]

Pastasalat með kjúkling, pestó og grænmeti

Hver kannast ekki við að skjótast í ferðalag með stuttum fyrirvara eða bústað en þá er tilvalið að henda í þetta einfalda pastasalat sem er mjög mettandi og þægilegt að grípa í og hentar öllum. Það má nota sósu með því eða bara borða beint upp úr skálinni en pastað er mjög lágt í kolvetnum […]

Avocado “brauð” með rifnu eggi

Já alltaf byrja einhver trend á netinu sem slá í gegn og í þetta sinn eru allir á Tik tok að rífa harðsoðið egg yfir avocadolokurnar sínar. Stórsniðugt reyndar, áferðin það er að segja en ponku subbulegt verð ég að segja. EN jú mjög bragðgott og sérstaklega með þessu fræbrauði […]

Marsipan jólakúlur

Ég vil endilega að sem flestir prófi að útbúa eitthvað sykurlaust nammi fyrir jólin og hér er mjög svo einföld uppskrift eða öllu heldur aðferð. Það er hægt að leika sér aðeins með þetta og bæta t.d. rommdropum í marsipanið ef fólk vill en mér fannst mjög fljótlegt að rúlla því bara út og setja […]

Kjötsúpa Kristu

Það er ekkert betra en heit kjötsúpa á haustin og um að gera að nýta sér uppskeru sumarsins eins og íslenskt hvítkál og gulrætur. Það eru 7 g af kolvetnum í 100 g af gulrótum og ég leyfi mér alveg nokkra gulrótabita út í súpuna stöku sinnum. Í stað þess […]

Súkkulaðimús í eggi

Páskarnir eru komnir og þeir eru komnir til að vera, ár eftir ár. Hvernig þú ákveður að tækla páskana matarlega séð fer algjörlega eftir þér. Það eru endalausir möguleikar á staðgenglum fyrir hitt og þetta, páskaegg, tertur og góður matur sem er kolvetnaskertur en á sama tíma ljúffengur enda geta flestir verið sammála um að […]