Month: maí 2019

Eggjafasta

Fyrir þá sem eru stopp í þyngdartapi, vilja byrja á lkl/ketó mataræði eða hreinlega koma sér á rétt ról eftir að leyfa sér meira af kolvetnum þá er eggjafasta ágæt leið til þess. Hér eru leiðbeiningar ef þið viljið prófa. Mælt er með eggjaföstu í 3-5 daga Borðið eina msk […]

Túnfisksalat

Túnfisk át ég aldrei hér áður en eftir að ég ketóvæddist þá er það allt í einu rosa gott. Ég hef það brakandi ferskt og vil bit í það svo ég nota blómkál, hnetur og sellerí í mitt salat. Mæli með þessu. Print InNihald: 1 dós túnfiskur í vatni2 soðin egg2 msk mæjónes1 msk sýrður […]

Monki brauð

Já hvað er nú það ? Það er ótrúlega einfalt brauð sem er gert úr einni krukku af möndlusmjöri og nokkrum eggjum. Ef þú lokar augunum þá er áferðin mjög svipuð og á normalbrauði. Það er mjög bragðgott með smjöri eða nota lifrarkæfu og vel af henni. Printinnihald:6 egg1 krukka ljóst möndlusmjör frá Monki2 msk […]

Rjómaís

Þessi er afar einfaldur og fljótlegt að útbúa þegar ísþörfin kallar. Ég nota eitt egg og tvær rauður og finnst það koma vel út, hann verður ekki of gulur þannig og rauðurnar haldast léttar og fínar. Það má nota hvaða sætu sem er ég nota stundum Good good fínmalaða og svo hef ég malað Sukrin […]

Ostakaka hatarans

Mig langaði ægilega mikið í súkkulaðiostaköku og þar sem það var Eurovision partý framundan þá ákvað ég að gera hana dálítið í anda Hataranna. Ég skar út einfalt skapalón og stráði kakódufti yfir tilbúna kökuna og þetta kom bara skemmtilega á óvart. Skreytti svo með fánalitunum, rjóma, bláberjum og jarðaberjum og útkoman var nokkuð fín […]

Mexíkó snakk

Það er ekkert mál að gera “eðlu” ketóvæna, maður velur bara kolvetna lága salsasósu, t.d. frá Santa Maria sem er ekki með viðbættum sykri. Svo er rjómaosti smurt í form, salsa yfir, rifinn ostur og krydd. Lítið mál. En Nachos og snakk er ekki alveg eins ketóvænt svo hér er fathead uppskrift af Sugar free […]

Júróbomba

Þessi sló rækilega í gegn á fyrri júrókeppninni en hún er auðvitað í fánalitunum, stútfull af gúmmelaði, marengs, kókosbollukremi og súkkulaði ásamt bláberjum og jarðaberjum. Þetta er í raun samsuða úr tveimur uppskriftum og lítið mál að græja fyrirfram. Mætti þess vegna frysta marengsinn og rjómann og skella svo saman rétt áður en þetta fer […]

Hamborgarabrauð

Þessi eru góð með hamborgurum en líka hægt að útbúa aflanga báta eða brauð undir pulsur og samlokur. Mæli með þessum allan daginn. Printinnihald:100 g möndlumjöl, ljóst1 msk hörfræmjöl2 msk husk duft fínmalað1/2 tsk salt10 dropar stevía eða 2 msk sæta2 stór egg170 g sýrður rjómi, 18% eða grísk jógúrt1 tsk vínsteinslyftiduft Printaðferð:Blandið þurrefnum saman […]

Kjúklingaborgarar

Þessir slá alltaf í gegn, þeir eru bæði djúsý og kryddaðir og ég fæ alltaf hrós þegar ég ber þá fram. Það er auðvelt að útbúa þá í kröftugum blender og að sjálfsögðu nota ég Thermomix í að útbúa mína. Ég mæli svo með því að steikja á pönnu og skella þeim svo í ofninn […]

Naan brauð nammmm

Indverskur matur er eitthvað sem ég elska meira en allt og nú þegar mér áskotnaðist bæði uppskriftakubbur í Thermóvélina góðu sem og boðið á geggjað matreiðslunámskeið hjá Kryddhúsinu fyrir nokkru þá var ekkert til fyrirstöðu að skella í eitt stk indverskt kvöld fyrir Kötlu sys og kæró. Naan brauð eru svo ómissandi eitthvað til að […]