Month: október 2019

Kryddaðar Hrekkjavöku smákökur

Góðar súkkulaðibitakökur eru ómissandi með kaffinu í skítakulda og frosti og hér eru mjög bragðgóðar súkkulaðibitakökur sem koma manni í gegnum erfiðustu vetrarkvöldin. Ég nota súkkulaðið frá Sukrin og passaði að nota 2 stk sem eru um 4 netcarb hvort. Ég útbjó kryddblöndu í þessar sem ég geymi svo í krukku og get notað í […]

Bollur og skinkusalat

Það er stundum þannig ástand á manni að maður nennir engu. Fljótlegt og gott salat og bollur gætu þá verið málið og mallakútur verður fljótt mettur. Það er stórsniðugt að nota Tupperware formin með kúlulaga formunum til að gera nokkrar bollur í einu og er uppskriftin passleg fyrir 6 bollur. Salatið var líka einstaklega fljótlegt […]

Snickerstertan

Það er alveg ótrúlegt hvað maður fer oft að gera allt annað en það sem maður ætti að vera að gera og það var akkurat það sem gerðist í kvöld. Ég átti að vera að pakka niður fyrir Akureyri, lita á mér augabrúnirnar eða undirbúa slideshow þegar ég rakst á bloggið hennar Maríu Gomez á […]

Karamellur í TM5 og TM6

Já að gera karamellur er búið að vera smá ferli hjá mér, ég hef gert þær með minna sýrópi, meira sýrópi, meira af rjóma, lengri tíma styttri tíma og allt frameftir götunum og margir sem gera sínar öðruvísi. Þessi heppnaðist vel núna og ég lét hana bara kólna í ísskáp. Það skiptir máli að sjóða […]

Snjókúlur með piparmyntu

Piparmyntuhnappar eða kúlur eru ægilega góðir með kaffibollanum og vekur upp gamlar minningar þegar maður gerði sér myntukonfekt úr flórsykri og eggjahvítu. Þessi uppskrift er afar einföld og fyrir þá sem elska piparmyntu þá er hægt að nálgast alvöru piparmyntubragð hjá Allt í köku en það má líka alveg nota piparmyntudropana frá Kötlu. Ég húðaðið […]

Rifinn kjúklingur með Barbí-Q

Grísasamloka í barbq á Hard Rock er eitt það besta sem ég fæ eða “fékk” mér. Núna forðast ég auðvitað brauð og sykraðar sósur en það er alveg hægt að komast nokkuð nálægt þessu með því að gera sinn eigin rétt frá grunni. Sósan er alveg með nokkrum kryddum og svona en hún er ekki […]

Rúlluterta með jarðaberjarjóma

Rúlluterta með sultu er nú svolítið jóló en þó ekkert endilega. Þetta er bara dásamlega fersk og góð kaka sem passar við hvað sem er. Það má líka skera hana í parta og stafla upp með sultu eingöngu og þá er komin hin fínasta lagterta, svona ekta jóla. Þetta er fljótleg og einföld uppskrift og […]

Ís með karmellukurli

Jahh ef er ekki bara kominn hér hinn fyrirtaks jólaís, já eða bara ís fyrir þá sem sakna þess að fá sér öðru hvoru geggjaðan rjómaís á gamla mátann. Ég notaði karmellukurl úr karamellu og macadamium og þetta bragðast ótrúlega vel. Ég blandaði saman sírópi og Nick´s sætu í ísinn í þetta sinn og losna […]

Mömmukökur

Ég fékk áskorun um daginn frá vinkonu að útbúa lágkolvetna mömmukökur, en hún saknaði þess að fá ekki eitthvað í líkingu við mömmukökurnar og sá hreinlega ekki fram á gleðileg jól án þess að því yrði bjargað. Ykkar manneskja tók áskoruninni og að mínu mati þá held ég að þessar komist nokkuð nálægt hinum upprunalegu […]

Sesambrauð með osti

Gott meðlæti er nauðsynlegt með réttum eins og lasagna. Geggjað salat og ilmandi hvítlauksbrauð eru eiginlega staðalbúnaður og hér er uppskrift af “fathead” deigi sem er sniðug útfærsla og skemmtilegt að bera fram. Print Innihald: 180 g mosarella ostur2 msk rjómaostur eða smurostur með kryddi, beikon eða hvítlauksostur t.d.80 g möndlumjöl1 tsk vínsteinslyftiduft1 egg1 tsk […]