Month: apríl 2020

Sumarbollur með graskersfræjum

Já það kveikir alltaf í manni allur þessi bakstur á samfélagsmiðlum og þar sem ég er algjör brauðkona þá er ég alltaf að finna út hvernig hægt er að nálgast brauðstemminguna á lágkolvetna mataræðinu. Ég reyndi að baka þessa uppskrift með geri og kókoshveiti en það hrundi allt í sundur og lyfti sér ekkert svo […]

Svínakjöt í mexíkótortillum

Já aftur var það Eva mín Laufey sem kveikti á tilraunaperunni og nú prófaði ég að gera “pulled pork” í mexíco pönnsum. Kjötið heppnaðist fullkomnlega og ég verð að segja að það munar um að elda það leeeengi, ekki bara í hálftíma eins og Júlíana gerði í matarboðsþættinum hjá Evu fyrir skömmu. En þetta fór […]

Súkkulaðibúðingur með berjasósu

Ég rakst á mjög svo girnilegan búðing á síðunni hjá Evu Laufey sem ég ákvað að snúa á sykurlausan hátt og hann kom dásamlega út. Ég ítreka að það er hægt að snúa öllum uppskriftum ef þú hefur bara ímyndunarafl og kannt örlítið á hráefnin sem henta okkur á lágkolvetna eða ketó. Þessi búðingur er […]

Kjúklingavængir með sætri chilisósu

Já ég datt í enn einn flippgírinn eftir að ég rakst á uppskrift á blogginu hjá ragna.is en hún er algjör ástríðu gúrmet kokkur og er sífellt bakandi og eldandi girnilega rétti. Hún er alls ekki ketó og bakar girnilegustu súrdeigsbrauð í heimi en ég læt duga að slefa á skjáinn og fer svo inn […]

Hvíta sósan hans Sigga Hlö

Ég sá Sigga Hlö útbúa mjög einfalda sósu sem hann er þekktur fyrir og kallar hvíta fíflið en þetta var hann að malla á facebooksíðu Bakó Ísberg og ég var mjög spennt að prófa. Það eina var að hann notar sykur og ég svissaði honum bara út fyrir síróp. Ekkert mál. Ég bætti við steinselju […]

Hrísterta með rjóma og karamellu

Nei haldið á ketti, ýmislegt hef ég nú prófað og séð hjá fólki en hver hefði trúað að purusnakk og súkkulaði færu vel saman? Ég á góða vinkonu fyrir norðan sem er orðin mér ótrúlega kær og hugsar hún um mig eins og dóttur finnst mér, alltaf að skipa mér fyrir og segja mér að […]

“Kartöflu” hnúðkálssalat

Jæja nú styttist í grilltímabilið og þeir sem sakna þess að fá ekki kartöflusalat með lærisneiðunum geta tekið gleði sína á ný því hnúðkál er hinn fínasti staðgengill þegar kemur að kartöflum. Hnúðkál er með um það bil 2.2 netcarb í 100 g svo það er góður kostur. Ok auðvitað er þetta ekki alveg eins […]

Snickersstykki

Það er nú hægt að gera allskonar útfærslur af hrákökum eða fitubombum og hér er ein sem er nokkuð fljótleg, eða allavega einföld. Ég var í smá viðtali hjá Evu Laufey og Svavari í Bakaríiinu á Bylgjunni og þar sem þau töluðu ekki um annað en kökuna sem Eva bakaði í gær þá langaði mig […]

Snúðakaka

Jæja nú er hálf þjóðin líklega búin að baka “cinnabons”, eða kanilsnúða á okkar ylhýra, af einhverri gerð í samkomubanninu og er þurrger uppselt víða í verslunum. Ég átti smá ger úr Nettó auðvitað til að leika mér með og prófaði að flippa uppskrift af snúðum frá Lindu Ben og útbúa mér mína eigin glúteinlausu, […]