Author: María Krista

Spínatsalat með makadamíuhnetum

Aftur kem ég að henni Siddý frænku minni sem bauð upp á samskonar salat og þetta í boði fyrir nokkrum árum. Þá var hún með waterchestnuts í salatinu sem gefa stökkt og gott bragð en þar sem þær eru ansi háar í kolvetnum skipti ég þeim út fyrir makademiur. Ég breytti uppskriftinni töluvert hvað varðar […]

Marmarakaka Funksjonell

Stundum er algjör snilld að grípa í kökumixin frá Funksjonell til að flýta fyrir sér og svo eru þau alveg æðislega bragðgóð, bæði í vöfflur, sítrónukökur, möndlukökur og svo þessa frábæru marmaraköku sem klikkar ekki. Ég bæti alltaf við smá sýrðum rjóma og minnka vatnið og hún verður meiriháttar mjúk og góð fyrir bragðið. Ég […]

Tiramísú

Þessi færsla er unnin í samstarfi við MS Uppáhaldsdesertinn minn í öllum heiminum er Tiramisú. Það er bara þannig og ég gerði í því að leita uppi ítalska staði ef ég fór erlendis. Jú auðvitað stútfullir af sykri og hveitikökum en það er vel hægt að gera lágkolvetna útgáfu af Tiramísú svo hér er hún […]

Grjónagrautur eða svona því sem næst …

Þessi færsla er unnin í samstarfi við MS en kotasæluna og rjómann fékk ég frá þeim. Æðisleg hráefni og koma sér vel fyrir okkur ketófólkið. Hver hefði trúað því að kotasæla og egg gæti komið í staðinn fyrir grjónagraut ? Allt er nú hægt ef viljinn er fyrir hendi. Ég sá uppskrift með ricotta osti […]

Ostasnúrur með blaðlauk og skinku eða chorizo

Þessi færsla er unnin í samvinnu við MS sem lét mér í tjé þessi frábæru hráefni. Ég hoppaði hæð mína þegar ég frétti að cheddar osturinn væri væntanlegur hjá MS en mér finnst fátt leiðinlegra en að rífa niður ost svo það var kærkomið að fá loks cheddar ostinn tilbúinn í poka. Það er hægt […]

Ceasar kjúklingasalat með brauðteningum

Það er svo gott að komast í brakandi ferskt Ceasar salat en oftast eru notaðar ansjósur í ekta Ceasar sósur og það get ég ekki og jafnframt fylgja oftast brauðteningar með salatinu sem hentar auðvitað ekki á lágkolvetna mataræðinu. Hér er góð útfærsla bæði með geggjaðri dressingu sem og stökkum og fínum brauðteningum án glúteins […]

Kjúklingabollur með sweet chili sósu

Þessar bollur eru alveg geggjað góðar og upphaflega sá ég uppskriftina hjá Skinny Mixers bloggaranum en hún er ein frægasta Thermomix stjarnan um þessar mundir. Ég notaði auðvitað Thermomix í verkið en það má líka nota aðrar teg af matvinnsluvélum í þessa uppskrift. Ég gerði svo ægilega góða sweet chili sósu með þessu og allir […]

Súkkulaðiterta með englakremi eða “tyggjókremi”

Ég man alltaf eftir góðu súkkulaðikökunni sem amma Erla bakaði fyrir okkur í veislum og það voru svo sannarlega veislur þegar hún bauð í heimsókn, súkkulaðibotna átti hún í stöflum í frysti og ýmist bauð hún upp á piparmyntuglassúr, súkkulaðikrem eða hið víðfræga tyggjókrem sem voru þeytt eggjahvíta og síróp. Það var því gaman að […]

Hrökkkex með möndlumjöli

Þetta ostahrökkex er úr bókinni minni Brauð og eftirréttir, ég var búin að gleyma hvað það var bragðgott þangað til ég sá það aftur í saumaklúbb hjá vinkonu minni og ætla því að deila því hér með ykkur kæru bloggvinir. Þetta er afar einföld uppskrift og koma um það bil 15-20 kex úr magninu. Print […]

Hnetunammi með karmellu

Ég hélt að þessi væri löngu komin á bloggið en svo virðist ekki vera en þessi uppskrift er í uppskriftapakka nr 6 og hefur alltaf slegið í gegn. Hér er hún komin á bloggið og vonandi líkar ykkur vel. Það má nota möndlumjöl í þessa útfærslu eða heilar möndlur og mala sjálf en það er […]