Author: María Krista

Súkkulaðisheik

Stundum langar manni í sheik eða geggjaðan boost og hér er einn alveg dásamlega góður með möndlusmjöri, collageni og möndlumjólk. Það mætti nota heilaga kakóið hennar Kamillu í þennan eða dökkt bökunarkakó. Blanda vel í blandara og hella yfir klaka. Printinnihald:240 ml möndlumjólk ósæt50 g möndlusmjör ljóst1 msk collagen prótein Feel Iceland1 msk vanilluprótein, má […]

Páskatertan

Gult gult og fallegt, þessi súkkulaðiterta er ferlega krúttleg og passlega stór í magni. Kremið á hana er vel rúmt og myndi duga á köku sem væri örlítið stærri í þvermál líka en þetta form er ca 22 cm springform. Dásamlega páskaleg og fín. Munið að þeyta kremið lengi og hafa smjörið við stofuhita, mæli […]

Einfaldar bollur

Þessar bollur eru hrærðar og ótrúlega einfaldar. Mjög góðar með súpu, salati, áleggi og já bara hverju sem er þessvegna bara smjöri. Ég hrærði þær bara í skál, og bakaði í silikonformi sem ég nota annars fyrir muffins. Það má breyta frætegundunum. Printinnihald:200 g sýrður rjómi4 egg30 g kókoshveiti30 g möndlumjöl 10 g fínmalað HUSK […]

Súkkulaðitart

Já sæll, þetta er svo ótrúlega einföld og góð kaka að hálfa væri helmingur. Það er smá tími sem þarf í botninn, aðallega að bíða eftir að deigið kólni og svo er hún bökuð bara í 15 mín og látin kólna. Fyllingin er sáraeinföld og já þetta er bara geggjað góður eftirréttur eða veislukaka. Printinnihald […]

Sveppasúpa með timían

Sveppasúpur eru alltaf góðar ekki satt, þessi smakkast eins og á fínasta veitingastað og alveg laus við allt hveiti og þykkingarefni. Er því glúteinlaus og bragðmikil með góðri fitu. Mæli með því að baka gott lágkolvetna brauð með henni. Ég gerði í þetta sinn útgáfu af brauðstöngum og notaði Fat head uppskrift sem kom nokkuð […]

Kúrbítsfranskar

Já ég hef oft talað um kúrbít og að hann sé mitt uppáhaldsgrænmeti og hér kemur hann vel út í kúrbítsfrönskum sem ég gerði með steikinni um helgina. Fáránlega einfalt í rauninni en gott að passa sig á að nota báðar hendur í verkið svo það fari ekki allt í einn ostaklump. Printinnihald:1-2 kúrbítar1 egg3-4 […]

Vöfflur úr kökumixi

Já það er ótrúlegt hversu gott úrvalið er orðið hér á landi af lágkolvetna matvöru og fyrir þá sem elska ekki eins mikið að stússa í eldhúsinu eins og undirrituð þá kemur sér vel að geta keypt kassa með tilbúinni blöndu og skella í köku, vöfflur eða einhversskonar góðgæti á stuttum tíma. Þessi kökublanda frá […]

Pönnsur með twist

Það er mikil vakning í þjóðfélaginu um kosti Collagens. Ég kynntist fyrst collageni fyrir ca hálfu ári síðan og hef notað það nánast á hverjum degi í kakóbollann minn á morgnana. Ég fæ mér Collab drykkinn frá Ölgerðinni nokkuð reglulega og nota collagen prótein í matargerð þegar ég kem því við. Ég finn fyrir miklum […]

Bláberjasæla

Já minnir dálítið á Hjónabandssælu en þar sem það er ekkert haframjöl í henni þá vil ég frekar kalla þessa Bláberjasælu. Ég nota sykurlausa bláberjasultu og pekanhnetur og hún bragðaðist stórvel. Eins er í henni Chia seed meal sem kom vel út, trefjaríkt og gott sem bindiefni. Þessa uppskrift er hægt að gera í Thermomix […]