Author: María Krista

Kjúklingur í raspi

Kjúklingur í raspi, já það hljómar of gott til að vera satt ! Það er samt alveg hægt að gera geggjað rasp úr ýmsu eins og parmesan, möndlumjöli, svínapurusnakki og svo auðvitað frábæra brauðmixinu frá Funksjonell. Ég einfaldlega mala brauðmixið fínna, krydda með góðu kjúklingakryddi, velti kjúklingabringum upp úr pískuðu eggi og svo raspinu góða. […]

Skinkuhorn

Hver saknar þess að fá nýbakað brauð úr bakaríinu um helgar ? Stundum kemur þessi tilfinning í mig enda er brauð minn helsti akkilesarhæll. Þá kemur þessi uppskrift skemmtilega á óvart og fullnægjir minni brauðþörf og gott betur. PrintInnihald:300 g rifinn mosarella ostur50 g rjómaostur50 g kókoshveiti1 msk Husk120 g eggjahvítur u.þ.b. 4 hvítur1/2 tsk […]

Kókoskúlur

Hver man ekki eftir að hafa “bakað” kókoskúlur og líklega hefur það verið fyrsta minning margra í eldhússtörfum með mömmu. Kókoskúlugerð voru allavega fastur liður hjá okkur systkinunum en þá sneisafull af flórsykri og haframjöli að mig minnir. Þessar gefa þeim ekkert eftir en nú innihalda þær hampfræ og chiafræ sem eru dásamleg ofurfæða. Það […]

Macadamiubitar

Macadamiur eru geggjaðar hnetur sem henta lágkolvetnamataræðinu fullkomnlega. Það getur verið erfitt að nálgast þær og þær eru ekki ódýrustu hneturnar á markaðnum heldur. Ástæðan fyrir því er að það tekur 7-10 ár fyrir Makadamiutré að byrja að mynda hnetur og það er aðeins hægt að tína þær á ákveðnum tíma árs. Hneturnar eru fullar […]

Eggaldin lasagna

Lasagna er dásamlega góður “comfort” matur, ég veit ekki hvaða orð lýsir því best á íslensku en þið skiljið, það er kalt úti, kósý kvöld, lopasokkar, kertaljós, hvítlaukslykt í loftinu og rjúkandi heitt lasagna. Það gerist ekki betra. Þessi útfærsla af lasagna með eggaldin líkist meira moussaka sem er grískur réttur, en þar sem ég […]

Súkkulaðikaka með kúrbít

Það er ótrúlegt hvað grænmeti í bakstri gerir mikið og þar er kúrbítur alveg einstaklega sniðugur. Kúrbítur er mitt uppáhalds hráefni um þessar mundir hvort sem það er í kryddkökum, pizzum eða súkkulaðikökum. Það að auki nota ég kúrbít mikið í pastarétti enda algjör snilld að rífa hann niður í strimla og nota í staðinn […]

Avocado og eggjasalat

Avocado er ein af ofurfæðum veraldar. Ástæðan er meðal annars sú að þessi sérstaki ávöxtur er stútfullur af Omega 3, magnesium, potassium og góðum trefjum. Avocado inniheldur einnig A, C, D, E og K vítamín ásamt nokkrum B-vítamínflokkum. Fyrir lágkolvetnamataræðið þá er avocado merkileg og jafnframt mikilvæg afurð. Fitan í avocado er talin afar holl […]

Kúrbítspizza

Ég veit ekki hversu margar týpur af pizzum ég hef gert í gegnum tíðina, blómkáls, osta, hakkpizzur og fleira fróðlegt. Kúrbítspizza er hins vegar í uppáhaldi þessa dagana og ég fæ ekki nóg. Það er ótrúlega fljótlegt að henda í eina slíka og dugar ein 12″ pizza vel fyrir mig og eiginmanninn. Það verður yfirleitt […]

Beikonbitar

Ég sá mynd af svona millimáli fyrir nokkru frá vinkonu minni í vinnunni. Sonur hennar er snillingur í ketómataræðinu og er ótrúlegar harður í að fasta en prófar sig áfram með allskonar góðgæti þess á milli. Hann útbjó svona beikonbita sem kvöldnasl og ég var ekki lengi að prófa sjálf en þetta eru sem sagt […]