Súkkulaðisyndin ljúfa, það kannast einhverjir við hana ekki satt. Hér er hún gerð í Thermomix en það má líka gera hana með handþeytara að sjálfsögðu.Þessi uppskrift miðast við 4-6 manns, fer eftir stærðum á formum sem þurfa að vera eldföst.PrintInnihald:180 g sykurlaust súkkulaði180 g smjör2 eggjarauður2 egg75 g sæta20 g kókoshveiti Print Aðferð hefðbundin: Brytjið […]
Month: febrúar 2019
Múslístykki
Því miður þá er ekki mjög auðvelt að ná sér í sykurlaust múslí. Það eru oft rúsínur eða döðlur í múslíinu , hunang eða agave sýróp og því hentar það ekki okkur lágkolvetnafólkinu. Hér er uppskrift sem er bráðholl og góð bæði sem orkustykki eða múslí því það er auðvelt að mylja það bara niður […]
Kúrbítsbollur
Ég hef nú oftar en einu sinni dásamað kúrbítinn og hér er hann aftur í aðalhlutverki í þessum bollum sem eru æðislegar með súpu og pottréttum en líka bragðgóðar með osti og smjöri. Koma á óvart og eru léttar og bragðmiklar eins og „ekta“ hveitibollur 😉 Print Innihald: 160 gr rifinn kúrbítur 80 gr möndlumjöl 60 […]
Kókosterta
Hugsa sér ef barnaafmæli væru algjörlega sykurlaus ! Hversu ljúf og notaleg væri slík veisla. Blóðsykurinn héldist jafn, næringarríkar og bragðgóðar veitingar væru í boði og foreldrar myndu taka við afslöppuðum og söddum börnum að afmæli loknu. Ég hef persónulega séð dönnuðustu prinsessur klífa veggi eftir eina sneið af súkkulaðiköku og efast um að niðursveiflan […]
Úpsís, eða Oopsie brauð
Oopsie brauð eða skýjabrauð oft kallað á íslensku er alveg merkileg uppgötvun. Fyrir þá sem sakna þess að hafa einhverskonar brauðmeti til að halda uppi álegginu, salatinu eða hamborgaranum þá er hér komin frábær leið til þess að fá brauðfílinginn aftur í kolvetnasnauða líf ykkar. Það er mikilvægt að stífþeyta hvíturnar vel í þessari uppskrift […]
Afhverju LKL ?
Hér er grein sem ég birti á bloggi Systra og Maka og vakti töluverða eftirtekt. Ég ætla að endurbirta hana hér ykkur til frekari fróðleiks. Hver er ég og afhverju vel ég að næra mig samkvæmt Lág kolvetna mataræðinu? Ég er María Krista Hreiðarsdóttir 45 ára , 3 barna móðir […]
Kjúklingasalat með mæjó
Þetta klikkaðslega einfalda salat er ótrúlega bragðgott og mettandi. Það er bæði hægt að borða það eintómt en svo er það mjög gott á beyglur, hrökkex eða annað lágkolvetnabrauðmeti. Það mætti líka borða það úr kálblaði því það þarf ekkert annað. Það er sérlega gott að nota cumin í þessa uppskrift svo ekki sleppa því. […]
Skonsur & lemoncurd
Já þið heyrðuð rétt, skonsur og lemoncurd, svona eins og í bresku bíómyndunum. Það er eitthvað sérlega geggjað að gæða sér á nýbakaðri skonsu og ég á frekar erfitt með að standast þær t.d. á Starbucks en ég hef þraukað síðustu árin og bý mér til heimagerðar, sykurlausar og glúteinfríar skonsur um leið og ég […]
Kjúklingur í pestó
Þessi réttur er ekkert frekar ketó eða lágkolvetna en hentar aftur á móti fullkomnlega fyrir þá sem aðhyllast slíkt mataræði. Það er hreinlega eins og þessi þekkta samsetning hafi verið gerð fyrir okkur í lágkolvetnageiranum. Við hendum oft í þennan kjúklingarétt þegar við höfum lítinn tíma og það geta allir skipst á að elda þennan.PrintInnihald:1 […]
Morgunbollur
Þessar brauðbollur hafa mikið verið notaðar á mínu heimili og gott að grípa í þessa uppskrift þegar tíminn er naumur. Það er bæði hægt að nota rifinn ost eða rjómaost í þær og er það smekksatriði. Ég mæli með að þið hendið í þessar fyrir næsta dögurð.PrintBrauðbollur:3 egg150 g möndlumjöl120 g rifinn ostur EÐA 2 […]