Author: María Krista

Rifinn kjúklingur með Barbí-Q

Grísasamloka í barbq á Hard Rock er eitt það besta sem ég fæ eða “fékk” mér. Núna forðast ég auðvitað brauð og sykraðar sósur en það er alveg hægt að komast nokkuð nálægt þessu með því að gera sinn eigin rétt frá grunni. Sósan er alveg með nokkrum kryddum og svona en hún er ekki […]

Rúlluterta með jarðaberjarjóma

Rúlluterta með sultu er nú svolítið jóló en þó ekkert endilega. Þetta er bara dásamlega fersk og góð kaka sem passar við hvað sem er. Það má líka skera hana í parta og stafla upp með sultu eingöngu og þá er komin hin fínasta lagterta, svona ekta jóla. Þetta er fljótleg og einföld uppskrift og […]

Ís með karmellukurli

Jahh ef er ekki bara kominn hér hinn fyrirtaks jólaís, já eða bara ís fyrir þá sem sakna þess að fá sér öðru hvoru geggjaðan rjómaís á gamla mátann. Ég notaði karmellukurl úr karamellu og macadamium og þetta bragðast ótrúlega vel. Ég blandaði saman sírópi og Nick´s sætu í ísinn í þetta sinn og losna […]

Mömmukökur

Ég fékk áskorun um daginn frá vinkonu að útbúa lágkolvetna mömmukökur, en hún saknaði þess að fá ekki eitthvað í líkingu við mömmukökurnar og sá hreinlega ekki fram á gleðileg jól án þess að því yrði bjargað. Ykkar manneskja tók áskoruninni og að mínu mati þá held ég að þessar komist nokkuð nálægt hinum upprunalegu […]

Sesambrauð með osti

Gott meðlæti er nauðsynlegt með réttum eins og lasagna. Geggjað salat og ilmandi hvítlauksbrauð eru eiginlega staðalbúnaður og hér er uppskrift af “fathead” deigi sem er sniðug útfærsla og skemmtilegt að bera fram. Print Innihald: 180 g mosarella ostur2 msk rjómaostur eða smurostur með kryddi, beikon eða hvítlauksostur t.d.80 g möndlumjöl1 tsk vínsteinslyftiduft1 egg1 tsk […]

Sesamkrydd á allt

Það er til krydd sem notað er á beyglur og kallast “everything bagel seasoning ”  Þetta krydd fæst í Traders Joe t.d. í USA og er mjög vinsælt en þar sem við erum ekki með samskonar krydd hér heima þá er hægt að gera sitt eigið með innihaldsefnum sem svipar til upprunakryddsins. Þetta var allavega mjög […]

Lasagna með heimagerðum lasagnaplötum

Það er hægt að gera allskonar útgáfur af lasagna án þess að nota pastaplötur úr hveiti og sumir nota hreinlega kúrbítssneiðar eða eggaldin og kemur það þrælvel út. Hér er ein útgáfa af heimatilbúnum lasagna plötum sem gætu minnt á “hefðbundið” pasta og mæli með að þið prófið. Print Innihald lasagnaplötur: 2 egg120 g rjómaostur40 […]

Lagkaka úr Funksjonell mixi

Það eru ekki allir að nenna að eyða miklum tíma í eldhúsinu þegar kemur að bakstri og jólaundirbúningi en með því að nota kökumixin frá Funskjonell er hægt að einfalda sér lífið töluvert. Þessi lagkaka bragðast mjög vel og einn hreinræktaðasti sveitapiltur sem þekki gaf henni bestu einkunn svo endilega prófið. Sumir nota allrahanda eða […]

Pylsur og hvítkálspasta

Þessi einfaldi réttur gerði allt vitlaust á snappi okkar systra og fengum við endlaust af skjámyndum frá fólki sem endurtók leikinn og því er við hæfi að hafa þessa uppskrift hér aðgengilega fyrir þá sem vilja fljótlegan og góðan rétt sem hentar allri fjölskyldunni. Print Innihald: 1 pakki pylsur, ég mæli með Stjörnugrís t.d. skinku […]

Píta með buffi í Thermomix

Það ganga um allskonar uppskriftir að ketóbrauðum sem fara misvel í landann enda oft erfitt að þola eggjabragðið, möndlu eða kókoskeiminn í flestu því brauðmeti sem er í boði fyrir okkur glútein- og kolvetnalausa fólkið. Glútein er mikilvægur partur í áferð brauða og þegar það er ekki til staðar þá þarf að nýta sér Husk, […]