Frappucino með karamellu á Starbuck, já takk allan daginn, en má það neiiiiiiiii… reyndar hef ég beðið um coffeebased frappa með sykurlausu sýrópi og þeyttum rjóma án karamellu öðru hverju og læt það slæda í útlöndum. En það er sérdeilis gott að geta búið til sinn eigin frappa stútfullum að hollustu og njóta í botn […]
Millimál og drykkir
Morgunklattar
… eða kvöld, hádegis, helgar.. hvað sem er þessir eru fljótlegir og góðir undir áleggið þitt. Ég hef gert kotasæluklatta í gegnum tíðina sem eru mjög vinsæl LKL uppskrift á norðurlöndunum en fannst þeir alltaf heldur súrir svo ég ákvað að nota sýrðan rjóma og dálítið af kókoshveiti til að sæta þá og halda þeim […]
Blómkáls”skin”
Munið þið ekki eftir “potato-skins” forréttinum sem var alveg það besta á matseðlinum á Hard Rock hér í den, fyrir utan grísasamlokuna auðvitað ? Ég sakna einna helst þess að fá mér ekki bakaðar kartöflur lengur og svona kartöfluforrétti eins og eru enn mjög vinsælir á matsölustöðunum. En nú er málið leyst, blómkál er bara hið […]
Pönnsur sem klikka ekki
Það er mjög freistandi að detta í hveitipönnsur um helgar, lyktin maður úff.. en það er nákvæmlega ekkert mál að gera góðar lágkolvetnapönnukökur sem bragðast vel, eru bragðgóðar og mjög svipaðar í áferð og hveitikökurnar. Print InNihald: 120 g möndlumjöl, hefðbundið ekki fituskert2 egg stór eða 3 lítil100 ml vatn, það má gjarnan nota sódavatn1/2 […]
Ostasalat
Nomm ostasalat með vínberjum, ennnn neibb engin vínber í boði hér svo ég nota bara smá fiber sýróp sykurlaust og allir eru happy. Það mætti sossum setja nokkur bláber en fyrir minn smekk þá er sýrópið þrælfínt og góður staðgengill sætunnar úr vínberjunum. Svona salat má auðvitað borða með góðu hrökkkexi eða nýbökuðu brauði og […]
Hrökkex með parmesanosti
Að gera gott hrökkkex getur verið pínu snúið ef verið er að nota eingöngu fræ því hveitið er út úr myndinni auðvitað. Það er þó ótrúlega einfalt að nota ost í kexið og hér er fín uppskrift af stökku ostahrökkexi sem bragð er af. PrintInnihald:150 g eggjahvíta óþeytt200 g parmesanostur150 g blönduð fræ, t.d. sólblóma, […]
Brauðstangir
Það er laugardagskvöld, steikin búin að setjast í mallanum og nánast komið að háttatíma. Bíómyndin hálfnuð og þá allt í einu bankar nartþörfin hjá frú Maríu Kristu. Hvað gera bændur, jú hendast inn í eldhús og snara fram brauðstöngum á mettíma. Örbylgjuofninn kemur sér vel í þessari uppskrift en eflaust er hægt að bræða ost […]
Heilagt kakó
Já það hafa eflaust þó nokkrir tekið eftir óstjórnlegri kakó-kaffidrykkju minni upp á síðkastið en kakóið er orðinn fastur liður í daglegri rútínu hjá mér. Ég elska að drekka kakóið þegar því er blandað við kaffi, smjör og fleira gúmmelaði en það má að sjálfsögðu neyta þess eins og maður vill. Hér er texti frá […]
Múslístykki
Því miður þá er ekki mjög auðvelt að ná sér í sykurlaust múslí. Það eru oft rúsínur eða döðlur í múslíinu , hunang eða agave sýróp og því hentar það ekki okkur lágkolvetnafólkinu. Hér er uppskrift sem er bráðholl og góð bæði sem orkustykki eða múslí því það er auðvelt að mylja það bara niður […]
Kjúklingasalat með mæjó
Þetta klikkaðslega einfalda salat er ótrúlega bragðgott og mettandi. Það er bæði hægt að borða það eintómt en svo er það mjög gott á beyglur, hrökkex eða annað lágkolvetnabrauðmeti. Það mætti líka borða það úr kálblaði því það þarf ekkert annað. Það er sérlega gott að nota cumin í þessa uppskrift svo ekki sleppa því. […]