Það er vel hægt að gera sörur sykurlausar og ég hef prófað bæði með sírópi og sætu. Hér er uppskrift sem hefur ekki klikkað hingað til á hefðbundin hátt en núna prófaði ég að nota bæði sætuna og sírópið í Thermomix útgáfunni. Sumir elska kaffibragð og ég geri það en það mætti sleppa kaffiduftinu fyrir […]
Sætindi
Hnetunammi með karmellu
Hér er aðferð til að gera hnetunammi ( líkist Dajm karamellu ) og hér er hún gerð í potti, gott að nota þykkbotna pott og það þarf að standa yfir honum svo ekki brenni við en til að ná stökkri karamellu þá þarf hitinn að komast ansi hátt. Hrærið varlega í á meðan og passið […]
Snickerskúlur
Þessi uppskrift er afar fljótleg og þægileg fyrir þá sem vilja eiga gott „helgarnammi“ eða fitubombur í ískápnum. Í það er notað hnetumjöl og nýja sírópið frá Funksjonell sem er bæði glúteinlaust og lægra í hitaeiningum. Alltaf gott að fá betrumbætta vöru í hús. Bragðið er mjög líkt eldri týpunni en ég er bæði búin […]
Stafakakan hennar Olgu
Það er bara ein Olga saumakona og það er Olga okkar! Hún varð fimmtug þessi elska núna um daginn, ótrúlegt en satt og mér fannst tilvalið að vera með smá vesen. Reyndar var þetta ekkert vesen því það er frekar auðvelt að gera svona stafakökur sem eru svo vinsælar núna á samfélagsmiðlum. Það þarf bara […]
Möndluterta með rjóma og karamellusósu
Fyrir þá sem eru ekki miklir bökunargúrúar en langar í smá sætu öðru hvoru með kaffinu þá er þessi kaka mjög einföld. Sumir elska hnetusmjör en maðurinn minn t.d. er ekki eins hrifinn svo ég notaði möndlusmjör í kökuna og skreytti með rjóma og karamellusósu. Ég get alveg mælt með henni fyrir þá sem vilja […]
Sítrónukaka, svona Starbucks
Ég elska Starbucks, eða elskaði , ég fæ mér náttúrulega ekki bakkelsi þar lengur en læt græja allskonar lágkolvetna kaffidrykki ef ég er á ferðalagi. Ein kakan þarna er samt svo góð að ég hef næstum fallið fyrir freistingunni en það er Sítrónuformkakan. Ég gerði hér mína útgáfu sem smakkast dásamlega en það er líka […]
Marengshnappar Nick´s
Það er ákveðin kúnst að ná marengs góðum, ég hef prófað allskonar sætur og sýróp og nú prófaði ég að nota nýju sætuna frá Nick’s sem er blanda af Erythritoli og Xylitoli. Marengsinn kom vel út, varð pínu gylltur en það skipti engu máli því ég muldi hann ofan í glas með rjóma og jarðaberjum. […]
Vöfflur þær allra bestu
Hér er fljótleg og góð uppskrift af vöfflum en hér nota ég rjómaost og möndlumjöl. Þessar eru ægilega góðar með smá súkkulaðismyrju en auðvitað góðar með sultu líka eða þessvegna smjöri og osti. Xanthan gum er náttúrulegt þykkingarduft sem hentar vel í hverskonar bakstur sem vanalega er með glúteini en þar sem við tökum það […]
Rifsberjasulta
Já sæll, hér beint fyrir utan eldhúsgluggann svigna runnar af rifsberjum og fannst mér tilvalið að skella í rifsberjasultu af því tilefni. Ég notaði Thermomix vélina í verkið en að sjálfsögðu er hægt að nota venjulegan skaftpott í verkið. Ég neita því þó ekki að Thermoelskan mín einfaldar mér verkin og sérstaklega við svona mauk, […]
Súkkulaðimús fyrir 2
Ég fagna nýjungum í vöruúrvali eins og ég sé á úrslitaleik kvenna í fótbolta enda hjálpar það fólki eins og mér að halda mér við efnið þegar úrvalið er gott og ég get leitað í sykurlaust nammi og vörur til að gera vel við mig án þess að falla í sykurgryfjuna. Þetta er jú lífstíllinn […]