Það ganga um allskonar uppskriftir að ketóbrauðum sem fara misvel í landann enda oft erfitt að þola eggjabragðið, möndlu eða kókoskeiminn í flestu því brauðmeti sem er í boði fyrir okkur glútein- og kolvetnalausa fólkið. Glútein er mikilvægur partur í áferð brauða og þegar það er ekki til staðar þá þarf að nýta sér Husk, […]
Thermomix uppskriftir
Brúnað smjör með kryddsalti í Thermomix
Ég kynntist þessu dásamlega smjöri hjá henni Auði sem rak Salt eldhús hér áður og rekur nú bakaríið 17 sortir. Hún er algjör matargúrmei og kenndi mér að búa til brúnað smjör sem klikkar aldrei með brauði. Hér lék ég mér að því að krydda bæði með bláberjasalti og lakkríssalti og hvorutveggja var æðislega gott. […]
Grísakótilettur og blómkál í brúnuðu smjöri í Thermomix
Nú vorum við fjölskyldan að koma heim frá Kaupmannahöfn sem er aldeilis mekka skandinavískrar matarmenningar og hef ég undanfarið reynt að tileinka mér að panta mat dananna frekar en að eltast við indverskan og ítalskan mat. Ég elska hænsnasalat og smörrebröd og brokkolísalatið klikkar aldrei. Síðasti hádegisverðurinn í þessari ferð var snæddur á Granola sem […]
Hampfræ nammi í Thermomix
Þetta nammi er bæði hollt og gott fyrir þá sem þurfa að bæta vð smá fitu í mataræðið. Hampurinn er ótrúlega hollur og góður og er snilld fyrir fólk með exem t.d. Nammið er fljótlegt að gera og geymist vel í kæli eða frysti. PrintInnihald:120 g sæta, Good good 40 g kakó150 g hampfræ100 g […]
Frækex í Thermomix
Gott hrökkkex er snilld sem millimál eða notað sem máltíð, t.d. undir túnfisksalatið okkar. Hér er uppskrift sem hefur verið að ganga um á netinu en ég breytti henni aðeins í hlutföllum enda hentar fullkomnlega að nota fræblönduna frá Himneskri hollustu í þessa uppskrift. Það verður úr ein bökunarplata af kexi sem dugar vel inn […]
Brokkolísalat í Thermomix
Þegar ég var í einum af mörgum “kúrunum” eða hinum Danska svokallaða þá var vinsælt að útbúa sér brokkolísalat og það var alveg ótrúlega ferskt og sniðugt sem hádegismatur eða millimál. Það er mjög ketóvænt ef maður sleppir vínberjum og döðlum en ég hendi oft í svona salat þegar ég nenni ekki að elda. PrintINNIHALD:1/2 […]
Rabbabarapæ í Thermomix
Já fyrsta uppskeran leit dagsins ljós nú fyrir skömmu og ég ákvað að drífa mig í að prófa eitthvað nýtt áður en rabbinn myndi tréna og úr varð þetta fína pæ með jarðaberjum og rabbabara í bland. Ég notaði grunninn af lemonkökubotninum sem klikkar ekki en notaði gróft möndlumjöl frá NOW sem kom vel út […]
Hvítkáls risotto í Thermomix
Svepparisotto er einn réttur sem fer alveg með mig ef ég sé hann á matseðli. Mér finnst það ægilega gott sko. En nei hrísgrjón eru ekki æskileg enda full af sterkju og kolvetnum sem rífa upp blóðsykurinn og það viljum við forðast. Ég ákvað nú í dag að fara að auka aðeins grænmetisskammtinn því skv […]
Súkkulaðiís í Thermomix
Þessi uppskrift er á vefnum Gnom gnom en hún notar þar Xylitol og hlutföllum er örlítið breytt hjá mér en aðferðin er sniðug og mig langaði að prófa. Það er pínu erfitt að ná fram ís sem verður ekki glerharður í frystinum en með því að setja dreitil af vodka t.d. þá frýs ísinn síður […]
Hindberjamarsipankúlur í Thermomix
Þegar við vorum í sumarfríinu okkar í Danmörku þá rakst ég á geggjað nammi í Salling vöruhúsinu sem var framleitt í Álaborg en þetta var sykurlaust marsipan með hindberjabragði. Ég fékk náttúrulega hugmynd að gera svona þegar ég kæmi heim því þetta er ótrúlega ferskt og gott á bragðið og algjör snilld með kaffinu. Hægt […]