Sætindi

This category can only be viewed by members. To view this category, sign up by purchasing Vinaklúbbur Kristu - Ársáskrift or Vinaklúbbur Kristu - 2 ára plan !!.

Kleinur

Sko að gera kleinur úr möndlumjöli er alveg áskorun ! Það sem einkennir djúsí kleinur er hversu teygjanlegt og mjúkt deigið er svo hægt sé að móta þær og gera slaufur og fínerí áður en þær eru steiktar. Þetta er eitthvað sem möndlumjöl og kókoshveiti þekkja ekki því þar vantar glúteinið sem gerir mjölið teygjanlegt […]

Oreodesert eða svona næstum..

Ég horfði á nýjan þátt með Evu Laufey Kjaran snilling fyrir stuttu en hennar fyrsti viðmælandi var Eva Ruza!! Hversu gott teymi haha. Þær eru náttúrulega báðar dásamlegar, ólíkar en svo yndislegar með dash af húmor og fíflagang. Þessi þáttur var algjörlega laus við tilgerð og sýndarmennsku og skildi mig eftir með aulaglott og craving […]

Ískrem eða “ICECREAM”

Já það eru víst margar týpur til af ís, mjólkurís, rjómaís, sorbet, kókosís, jógúrtís, veganís svo eitthvað sé nefnt. Það þekkja flestir rjómaísinn sem er oftast borinn fram á jólunum, stútfullur af eggjum, rjóma og ísnálum og svo þekkja margir týpískan ítalskan ís og sorbet en þá eru ber og bragðefni fryst með vatni og […]

Karmellukaka með rjómaostakremi

Það eru ófáar uppskriftirnar frá Lindu Ben sem ég hef verið beðin um að snara yfir á sykurlausan hátt og hér er ein með karmellusósu og rjómaostakremi en í raun nota ég bara gamlar uppskriftir frá mér og set saman til að fá svipaða útkomu. Ég reyni að hafa uppskriftir nokkuð penar svo þær séu […]

Draumaegg ? Já takk

Hver elska Freyju Draumaeggin, eða Nóa lakkrísegg ? Ég þekki nokkra og veit að það er pínu erfitt að sjá eftir þessum hefðum þegar búið er að ákveða að standa sig og halda sig frá sykrinum. Hér er komin fullkominn staðgengill að mínu mati. Fylla þau með sykurlausum karmellum ? Já því ekki. hnetum, eða […]

Páskaegg með Dulche de leche

Já flókin fyrirsögn ! En Dulche de leche er suðuramerískur desert eða sósa sem er í grunninn, hægsoðin mjólk og sykur með smjöri. Til að gera þetta lágkolvetna þá notaði ég rjóma, smjör og sætu frá Nicks sem er 50% Erythritol og 50% Xylitol. Með því að nota xylitol þá kristallast karmellan ekkert og helst […]

Eplakaka, samt ekki

Þessi kaka er orðin uppáhald hjá manninum mínum en hún er ótrúlega handhæg þegar gesti ber að garði með stuttum fyrirvara eða þegar þú hefur bara ekki mikla nennu í flókna matseld. Þetta er svona ekta kaffikaka sem má bera fram með rjóma eða án og hún slær alltaf í gegn. Kökumixin frá Funksjonell eru […]

Piparbrjóstsykur, Dracula

Þeir sem fylgdust með bismarktilraunum hafa eflaust séð að ég gerði þann brjóstsykur í Thermomix 6. Það er nauðsynlegt að ná upp 160°hita til að brjóstsykurinn nái að harðna og verða að brjóstsykri. Ég frétti af einni sem reyndi að gera myntubrjóstsykurinn í potti og hafði lok ofan á sem varð til þess að sprenging […]

Súkkulaðiöbbakaka

Kannast einhver við að fá allt í einu æði í eitthvað smá sætt eftir matinn en nennir ekki að baka heila köku. Bara ein sneið myndi bjarga kvöldinu? Hér er mjög fín uppskrift af “öbba” köku sem gæti komið sér vel í þessum tilfellum. Kremið er hægt að gera í litlum blandara á örskotsstundu en […]

Kaka ársins… eða konudagskakan kannski?

Enn ein áskorunin barst í hús og nú hvorki meira né minna en að endurgera köku ársins á sykurlausan máta! Hvað haldið þið að ég sé haha ? en jú jú ég reif upp svuntuna og hófst handa. Ég nýti auðvitað uppskriftir sem ég hef gert og blanda hinu og þessu saman og úr varð […]