Já haldið ykkur nú, fisk uppskrift. Ég er ekki mikið að borða fisk þar sem ég virðist ekki brjóta niður ensím í fisknum og á það til að anga pínu daginn eftir af fisk !!! Það er víst til þessi sjúkdómur og kallast Fish odour syndrome og auðvitað er ég með hann, eða snert af […]
Matur
Blómkál með “crispy”húð og indverskum keim.
Þetta er svo sjúklega gott blómkál, ég er búin að sjá svo marga djúpsteikja blómkál og virðist vera heitasta trendið í taco heiminum. Ég átti blómkál og krydd svo ég skellti saman í eina útgáfu sem kom bara ótrúlega vel út. Ég notaði fyrst ofninn minn í þetta verk og hitaði en skellti svo í […]
Svínakjöt í mexíkótortillum
Já aftur var það Eva mín Laufey sem kveikti á tilraunaperunni og nú prófaði ég að gera “pulled pork” í mexíco pönnsum. Kjötið heppnaðist fullkomnlega og ég verð að segja að það munar um að elda það leeeengi, ekki bara í hálftíma eins og Júlíana gerði í matarboðsþættinum hjá Evu fyrir skömmu. En þetta fór […]
Kjúklingavængir með sætri chilisósu
Já ég datt í enn einn flippgírinn eftir að ég rakst á uppskrift á blogginu hjá ragna.is en hún er algjör ástríðu gúrmet kokkur og er sífellt bakandi og eldandi girnilega rétti. Hún er alls ekki ketó og bakar girnilegustu súrdeigsbrauð í heimi en ég læt duga að slefa á skjáinn og fer svo inn […]
Moldvarpa ! Æ svona hakk með mús..
Já moldvarpa var þessi réttur kallaður á mínu æskuheimili en þá var moldvarpan hakkið sem fór undir kartöflumúsina og neðst var heil dós af gulrótum og grænum baunum. Þetta var svo allt bakað í formi og minnir auðvitað á hinn víðfræga rétt Shepard pie. Hér er komin mín útfærsla af þessum saðsama og góða rétt […]
Pítusósa
Góð pítusósa með nákvæmlega því innihaldi sem þú vilt í pítusósuna þína. Þessi uppskrift er mjög einföld og góð og mæli með að prófa. Ég notaði hana með steiktu hakki, ostavöfflu, papriku og kínakáli ásamt niðurbrytjuðum soðnum eggjum og guð minn góður þetta var himnaríki. Print Innihald: 1 msk grísk jógúrt eða sýrður rjómi2 msk […]
Pasta í grænu pestó með kjúkling
Grænt pestó er oftast með furuhnetum og þar sem þær eru heldur ríkar af kolvetnum þá er betra að nota macadamiur, eins er ekki nógu góð olía í mörgum tilbúnum pestóum svo afhverju ekki að gera sitt eigið. Ég notaði Thermomix en það má líka nota hefbundinn blandara til að gera pestóið. Pastað er heimagert […]
Skinku og kjúllaréttur
Það er stundum svo gott að fá sér fljótlegan kvöldmat sem tekur engan tíma að útbúa en að sama skapi bragðgóður og mettandi. Þessi er akkurat þannig en ég elska að henda í svona kássumat öðru hverju og helst borða hann með skeið. Það væri eflaust gott að bera fram með hvítlauksbrauði en annars stendur […]
Kimchi borgari og mæjó
Já það er merkilegt hvað þetta súrkál gerir okkur gott. Þarmaflóran okkar grátbiður um góðgerla til að við störfum sem skyldi og það hjálpar örverunum sem búa í þörmunum okkar að við innbyrðum góðgerla. Í súrkáli sem er sýrt á gamla mátann án aukaefna, sykurs og ediks þá myndast alveg gomma af góðum góðgerlum og […]
Rósmarín ostabollur
Nú þegar bolludagsæðið er að renna sitt skeið þá fannst mér tilvalið að enda það með bollum sem pössuðu með sprengidagssúpunni sem ég gerði úr blómkáli og að þessu sinni er ég undir áhrifum frá henni Kristínu Vald sem er dásamlega fær ljósmyndari og listakokkur í ofanálag. Hún er einstaklega smart kona og myndirnar hennar […]