Þessi vaffla er bara annað level einföld og bragðgóð. Ekta svona djúsí morgunverður þegar maður nennir ekki að baka mikið og er með ægilegar fantasíur yfir nýbökuðu bakkelsi. Þessi er löðrandi ketóvæn, ostur, egg og krydd með slettu af möndlumjöli 🙂 Vafflan eða vöfflurnar tvær sem nást úr uppskriftinni eru um 4 netcarb. Góðar með […]
Millimál og drykkir
Græna ídýfan
Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við MS- Gott í matinn sem treystu mér fyrir hráefnum sínum. Mér finnst eðla alltaf tjúlluð en langaði að prófa meiri ostaídýfu með chilibragði og þessi kom þrusuvel út. Ég hef séð marga nota jalapenos á erlendum matarvefjum en þar sem hann er ekki alltaf til þá skellti ég […]
Öbbabolla úr brauðmixi
Fyrir þá sem nenna hreinlega ekki neinum bakstri en vilja njóta og borða fljótlega rétti eins og öbbabollur sem þarf lítið að hafa fyrir þá er algjör snilld að nýta sér brauðmixin frá Funskjonell. Ég blanda þeim saman við egg og bæti við smá fitu til að gera þau djúsí og hæf í örbylgjuofninn. Þetta […]
Múslí sem bragð er að
Einfalt múslí er lykilorðið. Það er gott að geta gripið í 1-2 msk af stökku og hollu múslí sem þú veist nákvæmlega hvað inniheldur ekki satt? Þetta múslí er ferlega einfalt og inniheldur Fiber síróp til að sæta, góðar hnetur og fræ. Hampfræ eru ofurfæða sem gerir húðinni gott og mælt með fyrir börn og […]
Mæjónes frá grunni
Að gera sitt eigið mæjónes er náttúrulega best í heimi. Þá vitum við nákvæmlega hvað það inniheldur, hvernig olíur eru notaðar og þar fram eftir götunum. Hér er mjög einföld og góð uppskrift af mæjónesi sem dugar vel í heila viku ef ekki lengur, út á salöt, brauðsneiðar og margt fleira. Ég notaði steikingarolíuna frá […]
Rautt pestó, klikkað gott
Þegar ég gekk með Nóa minn yngsta sem nú er 16 ára mannbarn þá kynntist ég skemmtilegum hóp kvenna sem voru allar að ganga í gegnum það sama og ég s.s. voru óléttar. Þetta var hinn svokallaði desemberbumbuhópur, sá fyrsti og eini sem ég hef kynnst því þegar ég gekk með eldri börnin þá tíðkaðist […]
Chiagrautur með súkkulagðibragði
Við systur lifðum á þessum chiabúðing fyrir nokkrum árum og ég var búin að steingleyma hvað þetta er gott og létt í maga. Hér er uppskrift af skammti sem dugar í 4 daga eða sem desert jafnvel fyrir 4. Gaman er að skreyta með jarðaberjum og ristuðum kókosflögum og svo toppar það alveg að hella […]
Ostakúla, eða ostatré
Ostakúlur eru alveg snilldarfyrirbæri, fljótlega að undirbúa daginn áður en partý er haldið og bara æðislega góðar. Stundum er verið að nota döðlur og beikon og hunangsristaðar hnetur en í þessari var ég bara með rjómaost, papriku, blaðlauk og mexíco ost og hún var alveg þrælgóð. Ég var að halda jólaboð og því steypti ég […]
Ostastangir eða kex
Jæja enn berast beiðnir um yfirfærslur á hefðbundnum jólahefðum yfir í lágkolvetna útgáfur og ein sendi mér póst um ostakex sem amman í fjölskyldunni bjó alltaf til, mjög einföld uppskrift, ostur, smjör og hveiti með smá rjóma.. þetta var bakað í ofni útflatt og væntanlega nartað í bara í jólapartýum. Það var nú ekki mjög […]
Heitt kakó Nóa
Heitt kakó er vinsælt á heimilinu og hefur alltaf verið uppáhald yngsta míns hans Nóa. Hann drekkur kakó hvort sem það er á skíðum á Akureyri í 4 stiga frosti eða í sundbrók á Albir í 30 stiga hita. Alveg ótrúlegur krakki en þetta elskar hann mest af öllu. Ég útbjó kakó sem er án […]