Margir nota rjómaost í sítrónukökur og það kemur skemmtilega út, ég notaði hinsvegar 36% rjóma í þessa uppskrift og þær komu á óvart. Ég ákvað að baka kökur í litlum silikonmótum svo þær væru handhægar með kaffibollanum og komu þær vel út og losnuðu vel frá mótinu. Ég notaði Thermomix blandarann minn til að gera […]
Sætindi
Tiramisúbollakökur
Tiramisu er minn uppáhaldseftirréttur og hér er ótrúlega skemmtileg útfærsla af tiramisúbollakökum sem er ferlega gaman að bera fram. Þessi uppskrift er prýðileg fyrir ca 9 bollakökuform svo þær verði þykkar og djúsí. Sýrði rjóminn 36% sem ég nota hér er aðeins, 2.2 g af kolv í 100 g svo hann er besti kosturinn að […]
Páskaegg með kókosfyllingu
Já hví ekki fyllt páskaegg um páskana. Núna flæða páskaeggin um allar hillur í stórmörkuðunum og erfitt fyrir marga að standast freistinguna. Það er gaman að gera sitt eigið egg og eftir margengstilraunir síðustu daga þá datt mér í hug að gera kókosbollukrem úr sýrópinu góða sem kom ótrúlega vel út. Sem fylling í páskaegg, […]
Bounty draumur
Það er svo gott að borða Bounty, finnst ykkur það ekki ? Ég allavega elska Bounty og borðaði mikið af þeim í „den“. Hér er hin fínasta útgáfa af kókosbitum með dökku súkkulaði og það sem mér finnst gera gæfumuninn er að setja nokkra dropa af piparmyntuessence út í kókosblönduna.PrintInnihald:100 g kókosflögur eða gróft kókosmjöl40 […]
Marengs-smjörkrem
Já sæll þetta klikkar ekki. Það er geggjað að gera fallegt smjörkrem á kökur og ég slefa hreinlega yfir fallegu kökumyndunum hjá Baunin mín og Hendur í höfn þessa dagana. Ég mun alrei ná þeirra tækni en með smá lagni og góðum sprautustútum þá er hægt að gera frambærilegar bollakökur og tertur og það verður […]
Kanilsnúðar með geri
Það er hægt að gera kanilsnúða á lágkolvetnamataræðinu. Hafa þá glúteinlausa og án sykurs en hér prófa ég þá með geri. Það er notuð 1 msk af sýrópi eða hunangi til að virkja gerið en skv fræðingum þá étur gerið upp sykurinn svo hann skilar sér ekki í kroppinn okkar. Þetta lyftir snúðunum betur og […]
Ís í krukku
Jamm allt er nú hægt. Nýlega deildi vinkona mín uppskrift á netinu með ís sem gerður er í krukku, eða Mason jar eins og þær eru kallaðar. Þetta eru háar krukkur með loki og fást víða. Ef þið eigið ekki krukku þá má að sjálfsögðu nota hrærivél og hefðbundið ísform.Allavega, það eru ung hjón á […]
Pönnukökur -ekta ömmupönnsur
Pönnsur með sykri, hver elskar ekki slíkar kræsingar ? LKL útgáfa var töfruð fram hér fyrir nokkru og voru þær jafngóðar með smá gervisætu sem og sykurlausri sultu og rjóma. Einfaldari getur uppskriftin ekki verið og ég mæli með að þú prófir. Print Ingredients 4 egg120 g rjómaostur1 tsk vanilludropar1 msk husk, má sleppa Print […]
Marengs og mokkatoppar
Það getur verið smá bras að ná fram góðum marengs á lágkolvetnamataræðinu. Sætan freyðir dálítið og marengsinn á það til að falla í ofninum. Ég rakst hinsvegar á aðferð við að gera marengs úr sýrópi og hann svínvirkar. Marengsinn verður stökkur og ef það er settur á hann rjómi og ávextir þá bráðnar hann í […]
Pönnsur sem klikka ekki
Það er mjög freistandi að detta í hveitipönnsur um helgar, lyktin maður úff.. en það er nákvæmlega ekkert mál að gera góðar lágkolvetnapönnukökur sem bragðast vel, eru bragðgóðar og mjög svipaðar í áferð og hveitikökurnar. Print InNihald: 120 g möndlumjöl, hefðbundið ekki fituskert2 egg stór eða 3 lítil100 ml vatn, það má gjarnan nota sódavatn1/2 […]