Það er sunnudagur og við gömlu að skríða fram úr eftir geggjað afmæli í gær. Undirrituð er hress og kát enda allsgáð og því engin þynnka í mér en stundum langar manni pínu í þynnkumat þótt maður sé ekki þunnur fattið þið… bara búin að vaka lengi og dagurinn kallaði á eitthvað gott. Ég ákvað […]
Matur
Grísakótilettur og blómkál í brúnuðu smjöri
Nú vorum við fjölskyldan að koma heim frá Kaupmannahöfn sem er aldeilis mekka skandinavískrar matarmenningar og hef ég undanfarið reynt að tileinka mér að panta mat dananna frekar en að eltast við indverskan og ítalskan mat. Ég elska hænsnasalat og smörrebröd og brokkolísalatið klikkar aldrei. Síðasti hádegisverðurinn í þessari ferð var snæddur á Granola sem […]
Kjúklingasúpa með kúrbít
Á gamla blogginu mínu var ég með súpu sem greinilega hefur slegið í gegn því ég var beðin um að finna hana fyrir eina sem fylgir mér á instagram en ég gróf hana upp á blogginu og prófaði hana í gær til að rifja upp og já hún er mjög bragðgóð svo ég skil viðkomandi. […]
Blómkálsrisotto
Blómkál er hægt að matreiða á ýmsa vegu og meðal annars er hægt að gera hálfgert risottó úr því eða blómkálsottó. Það var kona hjá mér á námskeiðinu um daginn sem sagðist nota piparost og sveppaost í sitt blómkál og ég varð auðvitað að prófa. Ég notaði Thermomix græjuna í verkið sem einfaldaði mér lífið […]
Aspassúpa frá grunni
Ég átti leið í Nettó eins og svo oft áður á leið heim úr vinnu eða öðru stússi og ætlaði svo sannarlega ekki að hafa súpu á föstudegi en þegar ég sá aspasbakkana í grænmetisdeildinni, þessa litlu krúttlegu þá stóðst ég ekki mátið og kippti með mér heim knippum af aspas. Það yrði bara súpa […]
Pylsubrauð í öbba
Það er nú ekki flókið að lifa án brauðs í raun og veru en stundum langar manni pínu í eitthvað utan um pulsuna svo hægt sé að dreifa smá lauk og dijon sinnepi undir pulluna, tómat á toppinn og borða eins og hinir en ekki með hníf og gaffli. Þessi öbbabolluuppskrift er tilvalin og það […]
Kjúklingur í piparostasósu
Ég hef oft rekist á þessa uppskrift með rauðu pestói en hana má finna á heimasíðunni hjá Gulur rauður grænn og salt en þar sem ég er meira að vinna með rjóma frekar en matreiðslurjóma þá breytti ég henni aðeins. Ég notaði Franks red hot sauce í stað tabasco og tamari soya sósu en hún […]
Ostavöfflur, allir að gera þær
Já það grípur um sig svona æði öðru hverju í ketóveröldinni og núna eru ostavöfflur eða “Chaffles” vinsælar, cheese+waffles. Þetta er í raun mjög einfalt og fljótleg uppskrift sem breyta má eins og maður vill. Ég gerði 3 mismunandi útfærslur, bæði með möndlumjöli og án, með vanillu og sætu og svo eina sterka sem gæti […]
Brokkolísúpa
Það er svo gott þegar fer að hausta að fá sér matarmikla súpu og að þessu sinni varð brokkolí fyrir valinu. Ég átti Óðalsost sem ég þurfti að nota og þar sem Thermomix hjálpar svo til tímalega séð þá var ég enga stund að rífa allt niður, saxa brokkolíið og skella í dásamlega góða súpu […]
Satay kjúklingur og kryddgrjón
Ég ákvað að prófa snilldarvöru úr Nettó um daginn sem er frá änglamark og er s.s. frosin blómkálsgrjón. Það fást líka frosin brokkolígrjón og ég á eftir að gera eitthvað geggjað úr þeim, t.d. brokkolímús með parmesan. Mig langaði að gera einhversskonar kryddgrjónablöndu og bera fram með kjúkling á spjóti en með þessu útbjó ég […]